tirsdag den 16. oktober 2007

Tinna

Nú er ég að fara næstu nótt, og seinustu dagar hafa aldeilis verið viðbuðraríkir.
Fyrsta kvöldið var Janus svo hugulsamur að sýna mér video af honum að fara yfir götu, og ég svaf lítið þá nóttina. Ég á stundum erfitt með að fara yfir götu í kaupmannahöfn, og hér eru engin umferðarljós virt, neins staðar. Svo það er bara að taka fyrsta skrefið, og vonast til að þeir hægi á sér. En ég stóð mig eins og hetja, og hef aðlagast borginni með prýði.
Ramadan var að klárast um helgina, og þá fylltust allar götur af fólki. Í fátækari hverfunum ( við villtumst þar inn eitt kvöldið ) var músíkin spiluð svo hátt, að fólk í 100 metra fjarlægð var fyrir eyrnaskemmdum. Án djóks. Þar var líka búið að safna saman leikföngum sem vestrænu þjóðirnar hentu í ruslið fyrir um 80 árum, smyrja þau, og raða þeim meðfram umferðargötu, fyrir börnin að leika sér í.
Unglingunum fannst við hinsvegar aðeins of spennandi, og þegar það var hópur af 15 manns í kringum okkur, náðum við í næsta leigubíl og forðuðum okkur burt.

Hverfið sem við villtumst inn í er kallað islamic kairo. Hverfið fór illa út úr jarðskjálftanum sem kom fyrir um 15 árum, og það var allt önnur veröld að stíga þar inn. Á götunum voru asnar og geitur, inn á milli kaffihúsa, þar sem menn sátu og drukku tyrkneskt kaffi og reyktu vatnspípur. Fimmta hvert hús var moskva, og þær eru mörg hundruð ára, ef ekki nálægt þúsund árunum. Göturnar eru ótrúlega þröngar, en moskurnar eru griðarstaðir, með litlum görðum, hátt til lofts og skreyttum loftum og veggjum.

Eitt kvöldið sátum við á listamannakaffihúsi, og spjölluðum við kollega okkar frá cairo. Það hefði verið erfitt fyrir okkur að finna það án hjálpar, en þar voru sömu litlu borðin, og kollarnir, umræðuefnin voru bara önnur. Þar var m.a. þýskur listamaður sem hafði haldið götu hátíð & skrúðganga fyrir börn í einhverju hverfinu, þar sem allir klæddust búningum, og slógu á trommur. Auk þessa festu þeir asna upp á bíl, sem leiddi skrúðgönguna.

En í dag elti ég janus, í leit hans að listamanni í myndina hans. Það er búið að vera frí hér í nokkra daga, vegna ramadöunnar, og nú er Janus að fara að taka upp myndina sína á laugardaginn. Og svo kveð ég kairó kl 3 í nótt. Nú er bara að fara í arabísku kúrsa, því nú langar mig að þræða miðausturlöndin.

3 kommentarer:

Anonym sagde ...

Vei vei. Var ekki rosagaman? Gaman ad heyra fra ykkur. gangi thjer vel janus med myndina. Tinna: Bida ad heilsa. hafdu thad gott:)

Anonym sagde ...

Góð Tinna!!

Góða ferð heim , heyrumst um helgina.

Gangi þér vel með myndina þína Janus, ég hef trú áþér!
Er að fara út að borðameð afmælisbarnnu og systur.
kv
mamma

Anonym sagde ...

Til hamingju Arnaldur minn. til lukku med 14 ara afmaelisdaginn. Janni