søndag den 14. oktober 2007

Nú er hún Tinna mín búin að vera hjá mér í 3 daga. Það verður að segjast að ég og hún erum bestu ferðafélagar sem til eru. Við erum búin að margfara yfir það og alltaf komust við að sömu niðurstöðu.

Við erum búin að fara á mörg kaffihúsin og drekka arabískt kaffi sem er svo þykkt að skeiðin bókstaflega stendur bein upp úr kaffinu. Við það bætir maður svo ótæpilega af sykri og svo er mikið kanilbragð af því. Einna einkennilegast er að kaffikorgurinn er út í kaffinu svo maður skilur svona gott botnfylli eftir. Myntute hefur einnig verið drukkið svolítið af...það er líka með miklum sykri. Allt þetta sykurát yfir föstumánuðinn er til að bæta fyrir næringarskort. Svo nú skilst okkur að múslimar í lok föstunnar borði mikið saltan mat.

Við erum búin að villast um allt i íslamic Kairó og fengum hjálp frá öldruðum túr guide sem sýndi okkur leiðina út en þó með stoppum í mörgum moskum og svo á mini safninu heima hja honum þar sem við þökkuðum fyrir túrinn með kaupum á öskju fyrir alla skartgripina hennar Tinnu. Einnig keypti ég mér egypskt múmú, sem er kalla-kjóll, eitthvað sem er búið að vera einna heitast hér i tískunni á að giska seinustu 1000 árin. Svo ég held að í raun verið að kaupa mér fasteign frekar en flík. Tinna keypti sér kjól sem hún sýnir við tækifæri.

Gærdeginum var eytt á sundlaugarbakka á Marriott hótelinu. Þetta voru þau rólegheit sem við þörfnuðust. Ef að fólk á leið um Kaíró og kaosin er alveg að fara með mann þá mæli ég með því að maður slökkvi á gemsanum og hvíli fæturnar á sundlaugarbakka í 35 stiga hita. Þó geta eftirköstin verið slæm. Að koma aftur á hótelið sitt sem er vitanlega nokkrum klössum neðar er svona lala.

Ég er búinn að dobbla Tinnu til að taka eitt létt gestablogg hér á síðunni, til að minnka hlutdrægni í frásögn. Endilega látið heyra í ykkur svo hún láti verða af því.
Kveðja Janus...og Tinna( ef hún skrifar)

Hér koma nokkrar nýjar myndir.

http://www.flickr.com/photos/14161356@N03/

4 kommentarer:

Anonym sagde ...

Koma svoo Tinna!!!!

Anonym sagde ...

Ég tek undir áskorun Hrundar. Bíð spennt eftir ferðasögu Tinnu.
kv
mamma

Anonym sagde ...

Tinna BLOGGA, BLOGGA TINNA, Tinna BLOGGA, BLOGGA TINNA,Tinna BLOGGA, BLOGGA TINNA,Tinna BLOGGA, BLOGGA TINNA,Tinna BLOGGA, BLOGGA TINNA,Tinna BLOGGA, BLOGGA TINNA,Tinna BLOGGA, BLOGGA TINNA,Tinna BLOGGA, BLOGGA TINNA,

kv.

Reynir

Anonym sagde ...

Ég tek undir ofanritaða. Kommon Tinna.

Bið að heilsa Rúdolf :-)

Sé þig Tinna um helgina, jibbíjei.

Gangi þér vel Janus. Hlakka til að fá fréttir af non-Ramadan matarmenningu...

Sólhildur